Fjallahjólamótið Landsnet MTB, fjallahjóla mót Víkingamótanna, verður haldið á laugardaginn á Hellisheiði. Upphaf og endir keppninnar hinn sögufrægi Skíðaskáli í Hveradölum.
Mótið er haldið í stórskemmtilegri braut sem liggur frá Skíðaskálanum upp á Hellisheiði, utan um Hengilssvæðið, í gegnum Þúsundvatnaleiðina, undir þjóðveg númer eitt og þaðan eftir gamla þjóðveginum áleiðis að Skíðaskálanum þar sem keppni endar.
Heildarvegalengd brautarinnar er um 23 kílómetrar. Keppnin byrjar í 366 metra hæð, hæsti punkturinn í brautinni er 473 metrar og er samtals hækkun því 262 metrar. Keppt er í fimm flokkum: keppnis-, rafhjóla- og skemmtiflokkur, þar sem er einungis hjólað, svo er Utanvegahlaupsflokkur þar sem brautin er hlaupin og því næst er tvíþrautarflokkur, þar sem keppendur hlaupa brautina fyrst og hjóla svo seinni hringinn strax á eftir.