Flóahlaupið var haldið í 40. sinn sl. laugardag. Fjögur HSK met voru sett í hlaupinu í öldungaflokkum.
Sigmundur Stefánsson bætti HSK metið í 65 – 69 ára flokki í 5 km götuhlaupi, en hann hljóp á 22:15 mín. Markús Ívarsson átti metið í þessum flokki.
Þá bætti Halldór Elís Guðnason eigið HSK met í 10 km götuhlaupi í flokki 70-74 ára. Hann hljóp á 56:14 mín., en hann átti 59:04 mín frá því í fyrra. Markús Ívarsson setti HSK met í 5 km götuhlaupi í flokki 70-74 ára, hann kom í mark á 40:04 mín.
Eydís Katla Guðmundsdóttir setti HSK met í 5 km hlaupi í flokki 55-59 ára kvenna þegar hún kom í mark á 29:38 mín.