Fjóla Signý Hannesdóttir, Umf. Selfoss, sigraði í 400 m grindahlaupi kvenna á Vormóti ÍR sem fram fór á Laugardalsvellinum í gærkvöldi.
Fjóla hljóp á 65,34 sekúndum og átti sigurinn vísan þar sem hún var eini keppandinn. Fjóla var ekki ánægð með tíma sinn enda voru aðstæður ekki góðar, en keppt var í roki og rigningu.
Sunnlendingar unnu þrenn bronsverðlaun á mótinu. Haraldur Einarsson, HSK, varð þriðji í 400 m hlaupi á 52,57 sek og Bjarni Már Ólafsson, HSK/Selfoss, varð þriðji í langstökki með stökk upp á 5,96 m.
Þá kastaði Ólafur Guðmundsson, Laugdælum, sleggjunni 37,86 m og varð þriðji í greininni.