Fjóla sigraði á sínu fyrsta móti

Frjálsíþróttakonan Fjóla Signý Hannesdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði í 60 m grindahlaupi á sínu fyrsta móti í Svíþjóð en hún flutti þangað í janúar.

Fjóla hljóp 60 metrana á 9,04 sek en mótið, Team Sportia Spelen, var haldið í frjálsíþróttahöllinni í Falun á laugardag.

HSK met Fjólu Signýjar sem hún setti í janúar er 9,02 sek. Um næstu helgi keppir Fjóla Signý í 60 m grindahlaupi og 400 m hlaupi á öðru móti í Svíþjóð og verður spennandi að sjá hvort metið falli.

Fyrri greinHlynur Geir kylfingur ársins
Næsta greinNýr Öxarárfoss hefur myndast