Fjóla Signý Hannesdóttir, Umf. Selfoss, sigraði í tveimur greinum á Vormóti ÍR í frjálsum íþróttum sem fram fór á Laugardalsvellinum í kvöld.
Fjóla sigraði í 100 m grindahlaupi á 14,86 sek og þar varð Eva Lind Elíasdóttir, Umf. Þór, þriðja á 15,37 sek. Fjóla sigraði einnig í 400 m hlaupi á 60,47 sek. og Sólveig Helga Guðjónsdóttir, Umf. Selfoss, varð þriðja á 62,58 sek. Fjóla varð síðan þriðja í hástökki þegar hún stökk 1,55 m og var nokkuð frá sínu besta.
Sunnlendingar unnu tvöfaldan sigur í spjótkasti kvenna en Vigdís Guðjónsdóttir, Umf. Skeiðamanna, sigraði með kast upp á 41,55 m og Anna Pálsdóttir, Umf. Selfoss, varð önnur – kastaði 37,02 m.
Þá sigraði Hreinn Heiðar Jóhannsson, Umf. Laugdæla, í hástökki karla, stökk 1,90 m.
Kristinn Þór Kristinsson, Umf. Samhygð, varð annar í 800 m hlaupi karla á 1:58,87 mín og Dagur Fannar Magnússon, Umf. Selfoss, vann silfur í sleggjukasti, kastaði 42,42 m.
Þá varð Ólafur Guðmundsson, Umf. Laugdæla, þriðji í kúluvarpi karla, kastaði 12,01 m og Guðrún Heiða Bjarnadóttir, Umf. Selfoss, varð þriðja í þrístökki kvenna, stökk 9,81 m.
Árangurinn á mótinu lofar góðu fyrir sumarið en strekkingsvindur og kuldi settu óneitanlega mark sinn á árangur kvöldsins. Hitinn var aðeins um 6°C auk vindkælingar. Vindur var nær undantekingarlaust of mikill til að árangur í spretthlaupum, langstökki og þrístökki teldist löglegur.