Fjóla Signý Hannesdóttir frá Stóru-Sandvík hreppti silfrið í 400 m grindarhlaupi á Sayo mótinu sem fór fram í Stokkhólmi í Svíþjóð í dag. Fjóla hljóp fyrir lið sitt Falu IK á tímanum 60,97 sek sem er um 1,5 sekúndu hraðar en hún hljóp á fyrir viku síðan á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg.
Stine Tomb frá Noregi sigraði í hlaupinu í dag á tímanum 58,05 sek. Keppnistímabilið er nýhafið og býst Fjóla við að ná enn betri árangri í sumar. Hún keppir næst á Folksam Challenge mótaröðinni í Svíþjóð sunnudaginn 16. júní.
Fjóla var ekki eini Íslendingurinn sem keppti á mótinu því Stefanía Hákonardóttir keppti í 400 m hlaupi á föstudaginn þar sem hún hljóp á tímanum 59,47 sekúndum sem er hennar hraðasti tími síðustu sex ár.