Fjölbreytt dagskrá í íþróttaviku

Þessa vikuna er svokölluð íþróttavika Evrópu og hefst dagskrá hennar í Árborg í dag með fyrirlestri Erlu Björnsdóttur um betri svefn.

Fyrirlestur Erlu, Betri svefn – grunnstoð heilsu, verður í austurrými Vallaskóla á Selfossi og hefst kl. 20. Aðgangur er ókeypis.

Ýmislegt fleira er á dagskrá vikunnar í Árborg, opnar æfingar hjá Frískum Flóamönnum og í Crossfit Selfoss. Fjölskyldutíma í íþróttahúsinu á Stokkseyri, Zumba í Sunnulækjarskóla og jógatími með Hafsteini Viktorssyni. Þá verða fyrirlestrar í boði um öndun og næringu og heilsu.

Einnig verða reglulegir tímar í Heilsueflingu 60+, vinavika hjá fimleikadeild Selfoss og opnar æfingar fyrir börn og unglinga hjá íþróttafélögunum svo fátt eitt sé nefnt.

Sjá nánar hér

Fyrri greinFást engin svör
Næsta greinFyrsta héraðsmótið sem haldið er í golfhermi