Fjórða viðureign Selfoss og Fjölnis í umspili um laust sæti í Olísdeildina í handbolta verður í íþróttahúsi Vallaskóla kl. 16:00 í dag.
Fjölnir vann fyrstu tvo leikina en Selfoss vann sigur í æðisgengnum spennuleik á föstudagskvöld. Staðan í einvíginu er því 2-1 fyrir Fjölni, en liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer upp um deild.
Vel hefur verið mætt á leikina af hálfu stuðningsmanna beggja liðanna þannig að það má búast við magnaðri stemmningu í Vallaskóla í dag.
Forsala miða hefst klukkan 13 og stendur til 14, en frá klukkan 15 verða ólgandi handboltavöfflur til sölu í anddyri Vallaskóla. Í hálfleik verður boðið upp á skemmtilegan leik þar sem heppnir áhorfendur geta unnið pizzuverðlaun.