Árlegt Grunnskólamót HSK í glímu var haldið í íþróttahúsinu í Reyholti fyrr í mánuðinum. Keppnisrétt áttu allir grunnskólar í Árnes- og Rangárvallasýslu og mættu keppendur frá fjórum skólum til leiks.
Keppt var í flokkum drengja og stúlkna frá 5. – 10 bekk og krýndir grunnskólameistarar í öllum flokkum. Einnig var stigakeppni milli skólana í fjórum flokkum.
Hvolsskóli vann stigakepppnina í flokki stúlkna í 5. – 7. bekk og drengja og stúlkna í 8. – 10. bekk. Bláskógaskóli vann svo stigakeppnina í flokki stráka í 5. – 7. bekk, eftir æsispennandi keppni við Hvolsskóla, en aðeins einu stigi munaði á skólunum.
Heildarúrslit eru væntanleg á www.hsk.is á næstu dögum og á vef HSK má sjá myndir frá mótinu.