Selfoss tapaði fjórða leiknum í röð í Olísdeild karla í handbolta þegar liðið heimsótti FH í Hafnarfjörðinn í kvöld.
Leikurinn var jafn framan af og Selfoss leiddi 10-11 í fyrri hálfleik þegar FH tók leikhlé og breytti stöðunni í 18-13 áður en hálfleiksflautan gall.
Selfyssingar náðu ekki að ógna forskoti FH-inga í seinni hálfleiknum og Hafnarfjarðarliðið hafði að lokum sigur, 36-26.
Einar Sverrisson var markahæstur Selfyssinga með 9 mörk, Hannes Höskuldsson skoraði 4, Tryggvi Sigurberg Traustason, Sæþór Atlason og Hans Jörgen Ólafsson skoruðu 3, Richard Sæþór Sigurðsson 2 og þeir Gunnar Kári Bragason og Jason Dagur Þórisson skoruðu 1 mark hvor.
Vilius Rasimas varði 6 skot í marki Selfoss og Jón Þórarinn Þorsteinsson 3.