Garpamót Breiðabliks í sundi var haldið í Kópavogslauginni um síðustu helgi. Fjórir garpar frá Selfossi tóku þátt, þau Hrund Baldursdóttir, Sigurlín Garðarsdóttir, Stefán R. Ólafsson og Ægir Siguðrsson.
Árangur Selfyssinganna var mjög góður, bætingar í nærri öllum einstaklingssundum og luku þau keppni í 1. og 2. sæti í flestum greinum.
Í lok mótsins kepptu þau öll saman í boðssundsveit ásamt sex öðrum sveitum og sigruðu í þeirri grein.
Garpar eru sundmenn 25 ára og eldri og eru verðlaun yfirleitt veitt í aldursflokkum.