Fjórir leikmenn Selfoss í U23 landsliðinu

Barbára og Áslaug Dóra eru báðar í hópnum. Ljósmynd: fotbolti.net/Hafliði Breiðfjörð

Fjórir leikmenn Selfoss eru í U23 landsliði kvenna í knattspyrnu sem mætir Eistlandi í vináttuleik þann 24. júní næstkomandi.

Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir, Barbára Sól Gísladóttir, Katla María Þórðardóttir og Unnur Dóra Bergsdóttir voru allar valdar í átján leikmanna hóp fyrir þetta verkefni.

Eistland mun tefla fram A landsliði í leiknum, sem verður skráður sem A-landsleikur, en Ísland mun tefla fram U23 landsliði.

Leikurinn fer fram Pärnu Rannastaddion föstudaginn 24. júní kl. 16:00. Beint streymi verður frá leiknum á miðlum KSÍ.

Fyrri greinOpið hús á leikskólanum Árbæ
Næsta greinDramatískt jafntefli gegn Skautafélaginu