Fjórir Selfyssingar í 20 manna hópi Guðmundar

Haukur og Elvar voru öflugir í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Guðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta valdi í dag 20 manna æfingahóp sem kemur saman milli jóla og nýárs til undirbúnings fyrir heimsmeistaramótið í Þýskalandi og Danmörku í janúar. 

Í hópnum eru fjórir Selfyssingar, þeir Elvar Örn Jónsson og Haukur Þrastarson sem spila með Selfoss og þeir Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon, sem báðir leika með Aalborg í Danmörku.

HSÍ hafði áður tilkynnt 28 leikmenn í æfingahóp en nú hefur Guðmundur valið 20 af þeim lista og meðal þeirra sem detta úr æfingahópnum eru Teitur Örn Einarsson og Bjarki Már Elísson. 

Úr þessum 20 manna hópi verða valdir 16 eða 17 leikmenn í lokahóp fyrir heimsmeistaramótið, að því er fram kemur í viðtali mbl.is við Guðmund í dag. Þar tjáir hann sig meðal annars um það hversu erfitt það hafi verið að velja ekki Bjarka Má í hópinn.

Fyrri greinGáfu 125 gjafabréf í Sjóðinn góða
Næsta greinGáfu tvær Tetra stöðvar í nýju aðgerðastjórnstöðina