Í dag hófst Norðurlandamót yngri landsliða í körfuknattleik, en mótið fer fram í Finnlandi að þessu sinni. Sunnlendingar eiga fjóra fulltrúa á mótinu.
Þetta eru þau Birgit Ósk Snorradóttir, Hrunamönnum, og Sigrún Elfa Ágústsdóttir, Þórsari í Grindavík, sem eru í U16 ára landsliði stúlkna, Björn Ásgeir Ásgeirsson, Hamri, sem er í U16 ára landsliði drengja og Magnús Breki Þórðarson, Þór Þorlákshöfn, sem er í U18 ára landsliði karla.
Í þjálfarateymi liðanna eru meðal annars Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs Þorlákshöfn, sem þjálfar U18 ára landslið karla og Benedikt Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari Þórs Þorlákshöfn, sem þjálfar U16 ára landslið drengja.
Keppt er í U16 og U18 drengja og stúlkna á mótinu. Það eru landslið Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar sem taka þátt og leikur því hvert lið fimm leiki.