Fjórtán Sunnlendingar í úrvalshópi FRÍ

Goði Gnýr, Sebastían Þór, Dagur Fannar og Sindri Freyr eru allir í hópnum. Ljósmynd/HSK

Fjórtán sunnlenskir frjálsíþróttamenn eru í úrvalshópi Frjálsíþróttasambands Íslands en hópurinn hefur nú verið uppfærður með árangri af innanhússtímabilinu.

Í hópnum eru Álfrún Diljá Kristínardóttir Selfossi kúluvarp og sleggjukast, Árbjörg Sunna Markúsdóttir Garpi kúluvarp, Ásrún Aldís Hreinsdóttir Selfossi kúluvarp, Eva María Baldursdóttir Selfossi hástökk og kúluvarp, Hildur Helga Einarsdóttir Selfossi kúluvarp, Daníel Breki Elvarsson Selfossi spjótkast, Sebastian Þór Bjarnason Selfossi 60 m hlaup, langstökk, þrístökk, spjótkast, kringlukast og kúluvarp, Goði Gnýr Guðjónsson Heklu 400 m og 800 m hlaup, Brynjar Logi Sölvason Laugdælum hástökk, Sindri Freyr Seim Sigurðsson Heklu 60 m, 100 m, 200 m og 400 m hlaup, Unnsteinn Reynisson Þjótanda hástökk, Hjalti Snær Helgason Selfossi spjótkast, Einar Árni Ólafsson Þjótanda kúluvarp og Dagur Fannar Einarsson Selfossi 60 m hlaup, 60 m grindahlaup, 100 m, 200 m og 400 m hlaup, langstökk, tugþraut og 400 m grindahlaup.

Vegna hertra samkomutakmarkana þurfti að fresta æfingabúðunum hópsins en þess í stað verður boðið upp á fjarfyrirlestra en fyrsti fyrirlesturinn er Leiðin til afreka með Ásdísi Hjálmsdóttur Annerud.

Eva María Baldursdóttir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Álfrún Diljá Kristínardóttir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Fyrri greinMikil ánægja með heilsuræktarnámskeið
Næsta greinPáll hættir á þingi