Fleiri áhorfendur en færri folöld

Folaldasýning Hrossaræktarfélags Hrunamanna fór fram í Reiðhöllinni á Flúðum á dögunum. Þátttaka var með minna móti en áhorfendur aftur á móti óvenju margir og góð stemming í höllinni.

Dómarar voru Gunnar Arnarsson og Kristbjörg Eyvindsdóttir í Auðsholtshjáleigu og lýstu þau hverju folaldi fyrir sig og tíunduðu kosti og galla.

Úrslit voru sem hér segir:

Hestfolöld:

1. Þór frá Langholtskoti, rauður
F: Vökull frá Síðu M: Þruma frá Langholtskoti Eigendur: Systurnar Laufey, Valdís og Katrín í Langholtskoti

2. Hnjúkur frá Hrepphólum, jarpur
F: Haukur frá Haukholtum M: Glenna frá Hrepphólum Eigandi: Björgvin Ólafsson Hrepphólum

3. Mónitor frá Miðfelli, móálóttur
F: Stáli frá Kjarri M: Aldvaka frá Miðfelli Eigandi: Magnús Gunnlaugsson Miðfelli

Merfolöld:

1. Auðbjörg frá Skollagróf, rauð
F: Arion frá Eystra-Fróðholti M: Auðna frá Skollagróf Eigendur: Fjóla Helgadóttir og Sigurður H. Jónsson Skollagróf

2. Hátíð frá Langholtskoti, brún
F: Vökull frá Síðu M: Drottning frá Langholtskoti Eigandi: Páll Magnús Unnsteinsson Langholtskoti

3. Dögun frá Hrepphólum, rauðblesótt
F: Tvistur frá Hrepphólum M: Yrja frá Hrepphólum Eigandi: Hulda Hrönn Stefánsdóttir Hrepphólum

Fyrri greinÖryggi hert í kjölfar óhapps
Næsta greinHerrakvöld tilvalið í innkaupin