Flóahlaup Samhygðar í dag

33. Flóahlaup UMF Samhygðar hefst kl. 14:00 við Félagslund í Gaulverjarbæjarhreppi.

Boðið er upp á þrjár vegalengdir með tímatöku, 3, 5 og 10 km.

Eftir hlaupið eru veitt verðlaun til þriggja efstu í hverjum flokki.

Skráningargjald er 800 kr fyrir 14 ára og yngri og 1500 kr fyrir 15 ára og eldri. Einungis er skráð á staðnum. Ath. að greiða verður með peningum, enginn posi á staðnum.

Innifalið í skráningargjaldinu er hið víðfræga og glæsilega hlaðborð þeirra Flóamanna sem enginn verður svikinn af eftir hlaupið.

Fyrri grein„Ætlaði ekki að hætta að titra”
Næsta greinÁrborg tapaði í rigningunni