Hlaupahópurinn Frískir Flóamenn á Selfossi stendur fyrir Intersporthlaupinu undan vindi þann 1. maí næstkomandi og hefst það kl. 13.
Lengd hlaupsins er 10 km og hefur það verið löglega mælt eftir reglum FRÍ. Hlaupaleiðin er frá Intersport [BYKO] á Selfossi um Larsenstræti og Gaulverjabæjarveg. Hlaupið mun annað hvort hefjast eða enda við Intersport og fer það eftir því hvort er hagstæðara miðað við vindátt. Hlaupaleiðin er um sléttlendi Flóans.
Forskráning er á hlaup.is og lýkur 30. apríl kl. 21:00. Skráning og afhending keppnisnúmera er í Intersport Selfossi frá kl. 16-18 þann 30. apríl. Keppt er í fjórum aldursflokkum karla og kvenna og eru veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjá í hverjum flokki auk sérverðlauna fyrir fyrsta karl og fyrstu konu.
Keppendur fá frían aðgang í Sundhöll Selfoss eftir hlaup.