Tveir Selfyssingar unnu til verðlauna á Andrésar Andarleikunum sem fram fóru í Hlíðarfjalli við Akureyri um síðustu helgi. Svo skemmtilega vill til að þau eru bekkjarsystkini í 7.MIM í Vallaskóla.
Þetta eru þau Elmar Darri Vilhelmsson og Snædís Líf Pálmarsdóttir. Elmar Darri byrjaði að æfa á snjóbretti í vetur með brettadeild Breiðabliks, en Snædís Líf æfir með skíðadeild Ármanns. Þau stóðu sig glæsilega á mótinu.
Elmar Darri varð í 3. sæti í brettastíl og eftir hörkuspennandi keppni í brettakrossi landaði hann einnig 3. sætinu.
Snædís Líf keppti í svigi og stórsvigi í hörkuspennandi keppni. Hún var með annan besta tímann eftir fyrri ferð og endaði í því þriðja eftir þá seinni. Einungis 40 sekúndubrot skildu að 2. og 3. sætið.
Um 700 keppendur allstaðar að af landinu tóku þátt í mótinu.