Flugeldasýning á þrettándanum

Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Selfoss byrjaði árið 2024 á flugeldasýningu þegar keppni hófst aftur í 1. deild kvenna í handbolta. Fjölniskonur komu í heimsókn í Set-höllina í dag.

Eins og í flestum leikjum vetrarins höfðu Selfyssingar tök á honum frá upphafi. Þær leiddu allan tímann, komust í 6-2 í upphafi leiks og leiddu 18-8 í leikhléi. Sókn og vörn gengu smurt fyrir sig í seinni hálfleiknum og að sextíu mínútum liðnum var stórsigur í höfn, 36-19.

Katla María Magnúsdóttir var markahæst Selfyssinga með 10 mörk, Tinna Sigurrós Traustadóttir skoraði 6, Harpa Valey Gylfadóttir og Katla Björg Ómarsdóttir 4, Adela Eyrún Jóhannsdóttir, Hulda Hrönn Bragadóttir og Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 3, Hulda Dís Þrastardóttir 2 og Inga Dís Axelsdóttir 1.

Ágústa Tanja Jóhannsdóttir varði 9 skot í marki Selfoss og Cornelia Hermansson 5.

Selfoss er á toppi deildarinnar með 18 stig, tveimur stigum meira en Grótta sem er í 2. sæti og þær vínrauðu eiga leik til góða.

Fyrri greinSelfoss fær nýjan markvörð
Næsta greinÉg hata að tapa