Flytur allar fjáröflunarvörur félagsins

Ungmennafélag Selfoss hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samstarfssamning við Eimskip/Flytjanda á Selfossi sem er einn af helstu bakhjörlum félagsins.

Eimskip/Flytjandi hefur um árabil stutt við starf ungmennafélagsins og hlakkar félagið til áframhaldandi góðs samstarfs við flutningafyrirtækið. Samningurinn felur í sér að Eimskip/Flytjandi sér um flutning á allri fjáröflunarvöru fyrir deildir og flokka Umf. Selfoss frá Reykjavík á Selfoss án endurgjalds.

Í tilkynningu frá ungmennafélaginu segir að starf félagsins byggist á góðum stuðningi samstarfsaðila félagsins og því sé það sérstök ánægja að njóta stuðnings öflugs fyrirtækis á borð við Eimskip/Flytjanda.

Það voru Helgi S. Haraldsson svæðisstjóri Eimskips á Suðurlandi og Gissur Jónsson framkvæmdastjóri Umf. Selfoss sem undirrituðu samninginn. Viðstaddar voru knattspyrnukonan Guðmunda Brynja Óladóttir, frjálsíþróttakonan Thelma Björk Einarsdóttir og fimleikakonan Rannveig Harpa Jónþórsdóttir sem ásamt öðrum iðkendum Umf. Selfoss munu njóta góðs af samstarfinu hér eftir sem hingað til.

Fyrri greinMaddý: Önnur saga af sveitarfélagi
Næsta greinKristinn bætti héraðsmetið