Fordæmir vinnubrögð stjórnar KKÍ

Máté Dalmay, þjálfari Hamars. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Stjórn körfuknattleiksdeildar Hamars fordæmir vinnubrögð stjórnar KKÍ sem ákvað í vikunni að keppnistímabilinu 2019-2020 væri lokið vegna COVID-19 og að Höttur færi eitt liða upp úr 1. deildinni.

Höttur er í efsta sæti 1. deildarinnar með 40 stig og Hamar í 2. sæti með 38 stig en liðin áttu að mætast innbyrðis í gærkvöldi og með sigri hefði Hamar farið uppfyrir Hött.

„Stjórn körfuknattleiksdeildar Hamars lýsir yfir óánægju sinni með ákvörðun stjórnar KKÍ um það hvernig keppnistímabilinu 2019/2020 er lokið. Við fordæmum vinnubrögð stjórnar KKÍ, úrslit eiga að ráðast á leikvelli en ekki við fundarborð KKÍ,“ segir í tilkynningu frá stjórn Hamars sem telur ákvörðun stjórna KKÍ ólöglega og hvetur hana til þess að endurskoða afstöðu sína.

Fyrri greinStóra ástin í lífinu
Næsta grein„Starfsfólkið hefur unnið kraftaverk á erfiðum tímum“