Forsala á Haukaleikinn

Forsala á leik Selfoss og Hauka í Pepsi-deildinni á fimmtudag verður frá hádegi á leikdegi í Tíbrá á vallarsvæðinu.

Þeir sem kaupa miða í forsölu sleppa auðvitað við biðröðina sem alltaf skapast 10 mínútum fyrir leik. Eins er Selfyssingum bent á að á leiknum fer miðasalan fram á tveimur stöðum, við Selið norðan vallar og við FSu, við suð-vestur horn vallarins. Það er því góð hugmynd fyrir þá sem þurfa að koma á bíl, að leggja við fjölbrautaskólann og fara þeim megin inn.

Nú hefur Selhús smíðað áhorfendastæði fyrir 220 manns í viðbót, en fyrir var aðstaða sem tekur tæplega 1000 manns í stæði. Nýja aðstaðan verður sömu megin og varamannaskýlin eru, austanmegin við völlinn.

Þeir áhorfendur sem síðast mæta á leikinn verða svo að standa fyrir aftan mörkin, sem sumum finnst reyndar kostur.

Fyrri greinSet styrkir knattspyrnuna
Næsta greinEllefu störf í atvinnuátaki Árborgar