Nú í haust var farið af stað með sérstök fræðslunámskeið fyrir íþróttaakademíur FSu sem hluti af námi þeirra við akademíurnar.
Námskeiðin tengjast almennri heilsu, sálfræði, mataræði og forvörnum og eiga að auka þekkingu þeirra íþróttamanna sem stunda nám við akademíunar.
Nú á haustönn voru haldin fyrstu tvö námskeiðin, annað um markmiðasetningu og hitt um forvarnir. Brynjar Karl Sigurðsson sá um markmiðasetninguna og Matthías Ósvald um forvarnirnar.
Á námskeiðunum var nemendum kennt t.d. að setja sér markmið og átta sig á þeim þáttum sem þurfa að vera í lagi til að ná þeim, Hvað er það sem hefur hamlandi áhrif á árangur, hugarfar, ég sem fyrirmynd og fleira.
Allar íþróttaakademíurnar komu að fyrirlestrunum sem tókust mjög vel. Haldið verður áfram með sambærileg fræðslunámskeið á næstu vorönn en þá verða námskeið tengd næringu og sálfræði.