Frábær andi í frjálsíþróttaliðinu

Það var góð mæting og frábær andi ríkjandi á lokasamæfingu Landsmótsliðs HSK í frjálsum íþróttum sem haldin var á Selfossvelli í gærkvöldi.

Vel var tekið á því í köstum, sprettum og stökkum á æfingunni og er hópurinn til alls líklegur á Landsmótinu.

„Ég verð að segja það að ég hlakka mikið til að sjá HSK liðið keppa á mótinu og er klár á því að liðið á eftir að standa sig vel,“ sagði Ólafur Guðmundsson, liðsstjóri, í samtali við sunnlenska.is.

„Liðið heldur sig að sjálfsögðu við markmið sitt, það er sigur í stigakeppninni í frjálsum, en til þess verða allir að standa saman og taka á því af öllum lífs og sálar kröftum,“ sagði Ólafur ennfremur og bætti við að ef fólk sýndi gamla góða HSK andann þá væru þeim allir vegir færir.

Fyrri greinSönghátíð á Klaustri um helgina
Næsta greinSkemmtilegur sumarlestur í Árborg