Frábær sigur Selfyssinga

Teitur Örn Einarsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfyssingar unnu frábæran sigur á FH í næst síðustu umferð Olísdeildar karla í handbolta í Kaplakrika í Hafnarfirði í kvöld, 29-34.

Eftir leiki kvöldsins er toppbaráttan í deildinni komin í hnút en ÍBV, Selfoss og FH hafa öll 32 stig fyrir lokaumferðina. ÍBV stendur best að vígi í innbyrðis viðureignum, verði liðin jöfn að stigum. ÍBV mætir Fram í lokaumferðinni, Selfoss mætir Víkingi og FH mætir Stjörnunni. Ef FH tapar sínum leik og Selfoss og ÍBV enda jöfn þá fara Selfyssingar uppfyrir Eyjamenn.

Teitur Örn Einarsson var markahæstur Selfyssinga í kvöld með 10 mörk, Hergeir Grímsson og Haukur Þrastarson skoruðu báðir 5 mörk, Einar Sverrisson og Atli Ævar Ingólfsson 4, Árni Steinn Steinþórsson 3, Elvar Örn Jónsson 2 og Sverrir Pálsson 1.

Helgi Hlynsson varði 9 skot í marki Selfoss og Sölvi Ólafsson 5.

Besti maður FH-inga í leiknum var Selfyssingurinn Birkir Fannar Bragason sem varði 17 skot fyrir sína menn.

Fyrri greinÖruggt hjá KFR í Lengjunni
Næsta greinUnnur Dóra á skotskónum