Berserkir BJJ á Selfossi sendu fimm keppendur til leiks á Grappling Industries mótið, sem haldið var í London í gær.
Alls kepptu 1.500 manns frá 189 klúbbum á Grappling Industries en uppselt var á mótið og endurspeglar það þær miklu vinsældir sem Brasilískt Jiu Jitsu nýtur um þessar mundir í heiminum.
Arna Diljá S. Guðmundsdóttir vann báða opna flokkana sína örugglega, bæði í GI og NOGI og var innan við 2 mínútur að klára andstæðinga sína. Það vantaði keppendur í flokkinn hennar, þannig hún keppti í opnum flokkum í staðinn með frábærum árangri.
Hekla Dögg Ásmundsdóttir var skráð í fjóra flokka og endaði með brons í opna flokknum í NOGI. Hún tók svo annað sætið í GI eftir tap gegn Örnu. Hekla tók samtals tíu glímur á mótinu, þannig þetta var langur dagur hjá henni og hún sýndi miklar framfarir.
Þröstur Marel Valsson var einnig skráður í fjóra flokka og hann tók annað sætið í opnum flokk hvítbelta í GI. Hann bætti svo um betur og náði í gull í masterflokki í NOGI og GI eftir skemmtilegar viðureignir. Um virkilega jafnar glímur var að ræða í báðum flokkum þar sem efstu þrír höfðu unnið hvorn annan í GI en Þröstur endaði með gullið.
Davíð Óskar Davíðsson keppti í opna flokknum og var sá eini til að skora stig á Ross Nicholls, en Nicolls sigraði ADCC Trials árið 2018. Davíð náði stigi með kimura sweepi en tapaði glímunni síðan á stigum. Davíð keppti svo í master og sigraði örugglega í þremur glímum með armbar og kimura en tapaði svo í úrslitum á aðeins 2 stigum. Voru það einu stigin sem Davíð fékk skoruð á sig í flokknum
Egill Blöndal fékk engan andstæðing í fjólublátt -104 og ekki heldur í brúnt-svart þannig hann skráði sig í +104 kg brúnt/svart. Hann tók gullið þar, sigraði alla fimm andstæðingana sína og fékk ekkert stig skorað á sig.
Þetta var yfir heildina virkilega flottur árangur og mjög miklar bætingar hjá hópnum en Berserkir BJJ luku mótinu sem sjöundi besti klúbburinn af þeim 189 sem tóku þátt í mótinu.