Um síðustu helgi var Haustmót 2 í hópfimleikum og stökkfimi eldri haldið í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi. Fimleikadeild Selfoss sendi Selfoss fimm lið til keppni.
Í frétt frá Selfyssingum segir að mótið hafi farið vel fram og gaman hafi verið að taka á móti öllum þessum flottu keppendum sem komu víða að af landinu.
Á fyrri keppnisdegi kepptu 2. flokkur mix og 1. flokkur stúlkna og stóðu sig með prýði. Á seinni keppnisdegi átti Selfoss tvö lið í 3. flokki og svo keppti meistaraflokkur Selfoss í síðasta hluta mótsins með glæsilegar æfingar. Á mótinu var ekki keppt til verðlauna heldur eru úrslit notuð til þess að raða í deildir fyrir komandi keppnisvetur.
Mótið var vel sótt og það var mikil stemning í stúkunni og frábært að sjá hversu margir lögðu leið sína á Selfoss til þess að horfa á fimleikafólk framtíðarinnar.