Þór Þorlákshöfn vann frábæran sigur á Stjörnunni í kvöld í Dominos-deild karla í körfubolta.
Liðin mættust í Garðabænum og 1. leikhluti hófst á skotsýningu beggja liða. Stjarnan náði frumkvæðinu í 2. leikhluta og leiddi 54-50 í hálfleik en Þórsarar voru sterkari í seinni hálfleik og tryggðu sér að lokum ellefu stiga sigur, 100-111. Eins og tölurnar gefa til kynna var fátt um varnir í þessum leik en sóknarleikurinn þeim mun skemmtilegri.
Adomas Drungilas átti frábæran leik fyrir Þór, skoraði 20 stig, tók 14 fráköst, sendi 5 stoðsendingar og varði 3 skot. Ragnar Örn Bragason var einnig sterkur með 20 stig, Emil Karel Einarsson og Larry Thomas skoruðu 16 stig og Thomas sendi 7 stoðsendinga að auki. Styrmir Snær Þrastarson var öflugur með 15 stig og 9 fráköst, Callum Lawson skoraði 13 stig og tók 7 fráköst, Halldór Hermannsson skoraði 9 stig og Benedikt Hjarðar 2.
Þór Þorlákshöfn er í 8. sæti deildarinnar með 4 stig eftir fjóra leiki en Stjarnan er í 4. sæti. Þetta var fyrsti tapleikur Stjörnumanna í vetur.