Frábær stemning á Íslandsleikunum

VÆB-bræður skemmtu gestum á Íslandsleikunum. Ljósmynd/Magnús Orri Arnarson

Það var frábær stemning á Íslandsleikunum, sem haldnir voru á Selfossi um síðustu helgi. Íslandsleikarnir eru iþróttamót og opnar æfingar fyrir börn og ungmenni með fatlanir og þau sem ekki hafa fundið sig í hefðbundnu íþróttastarfi.

Íslandsleikarnir fóru fram á Selfossi um helgina. Þetta er annað skiptið sem leikarnir eru haldnir. Þeir fyrstu voru á Akureyri í fyrra.

Á leikunum var boðið upp á opnar æfingar í frjálsum, fimleikum, handbolta, fótbolta og körfubolta. Þjálfarar og ungmenni frá íþróttafélögum á Selfossi aðstoðuðu við skipulag og utanumhald æfinganna. Margt fleira var í boði um helgina en íþróttir. Þar var ofarlega söngur og gleði á setningu leikanna, pizzuveisla, sundlaugapartý og tónleikar bræðranna í VÆB.

Þátttakendur voru rúmlega 70 og er óhætt að segja að mikil gleði hafi ríkt alla helgina eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan.

Meðal þeirra sel lögðu lið við Íslandsleikana voru félagar í Lionsklúbbnum Emblu og Lionsklúbbi Selfoss. Lionsfélagar aðstoðuðu við morgunverð fyrir þátttakendur sem gistu á Selfossi og einnig verðlaunaafhendingu að loknum leikunum, þar sem allir sem tóku þátt fengu verðlaunapening.

Myndirnar hér að neðan tók Magnús Orri Arnarson.

Lionsfélagar aðstoðuðu við mótið. Ljósmynd/Aðsend

Fyrri greinTveimur sleppt úr gæsluvarðhaldi
Næsta greinAukinn kraftur í framkvæmdum á bökkum Ölfusár