Frábærir í fjórtán mínútur

Tryggvi Þórisson skoraði sex mörk í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Sel­foss og KA skildu jöfn 24-24 í há­drama­tísk­um leik í Olís­deild karla í hand­bolta í Hleðslu­höll­inni á Sel­fossi í kvöld. Sel­foss skoraði síðustu fjög­ur mörk leiks­ins og tryggði sér jafn­teflið.

„Við vor­um frá­bær­ir fyrstu sjö mín­út­urn­ar og síðustu sjö mín­út­urn­ar. Það sem gerðist þar á milli vor­um við bara svo­lítið ólík­ir sjálf­um okk­ur. En þetta var unnið stig og frá­bær karakt­er í lok­in,“ sagði Hall­dór Jó­hann Sig­fús­son, þjálf­ari Sel­foss, í samtali við sunnlenska.is eftir leik.

Sel­foss byrjaði mun bet­ur í leikn­um og komst í 6-2 eft­ir ell­efu mín­út­ur. Þá tóku KA menn leik­hlé og eft­ir það kviknaði held­ur bet­ur á gest­un­um að norðan. Þeir náðu mest þriggja marka for­skoti í fyrri hálfleik, 10-13, en staðan var 11-13 í hálfleik. 

KA hafði áfram frumkvæðið allan seinni hálfleikinn og þegar fjórar mínútur voru eftir var staðan 20-24 og fátt sem benti til þess að Íslandsmeistararnir næðu að svara fyrir sig. En þeir gerðu það nú samt, bundu saman vörnina og urðu áræðnir í sókninni, auk þess sem Vilius Rasimas byrjaði að verja í markinu. Lokakaflinn var hrikalega spennandi en Selfoss skoraði síðustu fjögur mörkin og Guðmundur Hólmar Helgason jafnaði metin þegar 12 sekúndur voru eftir af leiknum.

Guðmundur Hólmar var markahæstur Selfyssinga með 7/1 mark auk þess sem hann var sterkur í vörninni. Hergeir Grímsson skoraði 5/1 og stal fimm boltum, Alexander Egan skoraði 4 mörk, Ísak Gústafsson 3, Atli Ævar Ingólfsson 2 og þeir Daníel Karl Gunnarsson, Tryggvi Þórisson og Einar Sverrisson skoruðu allir 1 mark. Tryggvi var frábær í vörninni með 6 lögleg stopp og 6 varin skot.

Vilnius Rasimas varði 12 skot í marki Selfoss, þar af fjögur á síðustu fimm mínútunum.

Fyrri greinNaumt tap í fyrsta leik
Næsta greinTilvalið að kíkja á bókasafnið í vetur