Framarar komnir með tvo sigra

Úr leik Fram og Aftureldingar í kvöld. Ljósmynd/Aðsend

Það voru tveir leikir á dagskrá á Ragnarsmótinu í handbolta í kvöld. Haukar sigruðu Stjörnuna í spennuleik og Fram burstaði Aftureldingu.

Haukar höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik en Stjarnan náði að minnka muninn niður í eitt mark undir lok fyrri. Þetta endurtók sig nokkrum sinnum í leiknum og voru hálfleikstölur 12-17. Stjarnan náði svo að jafna leikinn í 24-24 þegar skammt var til leiksloka. Við tóku spennandi lokamínútur en Haukarnir tóku þetta á endanum með þriggja marka sigri, 28-31.

Tandri Már Konráðsson var markahæstur hjá Stjörnunni með 7 mörk og Hafþór Vignisson skoraði 6. Hjá Haukum skoraði Ólafur Ægir Ólafsson 6 mörk og Stefán Rafn Sigurmannsson 5.

Fram sigraði Aftureldingu örugglega í seinni leik kvöldsins, 34-20. Framarar byrjuðu mun betur og var sigurinn aldrei í hættu. Staðan var 20-7 í hálfleik en Afturelding sýndi fínan sóknarleik á köflum í seinni hálfleik, en það dugði ekki til. Reynir Stefánsson var markahæstur hjá Fram með 8 mörk en markahæstu menn Aftureldingar skoruðu allir 3 mörk, þeir Stefán Scheving Guðmundsson, Agnar Ingi Rúnarsson, Gunnar Pétur Haraldsson og Böðvar Scheving Guðmundsson 3.

Aðeins einn leikur er á dagskrá Ragnarsmótsins á morgun þar sem Selfoss mætir Aftureldingu kl 19:30 í Iðu. Frítt inn og allt í beinni á SelfossTV.

Fyrri greinEngin uppgjöf hjá Uppsveitamönnum
Næsta greinÞrenna Lovera tryggði Selfossi sigurinn