Selfoss tapaði 25-30 þegar Fram kom í heimsókn í Vallaskóla í Olísdeild kvenna í handbolta í dag.
Leikurinn var í járnum lengst af og Selfyssingar leiddu í hálfleik, 17-16. Framvörnin var hins vegar sterk í síðari hálfleik og á síðustu tíu mínútunum skriðu gestirnir framúr og tryggðu sér fimm marka sigur, 25-30.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst Selfyssinga með 8/6 mörk, Steinunn Hansdóttir og Adina Ghidoarca skoruðu báðar 5 mörk, Kristrún Steinþórsdóttir 4, Elena Birgisdóttir 2 og Hildur Öder Einarsdóttir 1.
Katrin Ösp Magnúsdóttir varði 19 skot í marki Selfoss.
Að loknum leikjum dagsins er Selfoss í 7. sæti með 20 stig, en Fram er í 5. sæti með 27 stig.