Framkvæmdanefnd landsmóta tekur til starfa

Stjórn Héraðssambandsins Skarphéðins hefur skipað níu manna Unglingalandsmótsnefnd vegna Unglingalandsmóts UMFÍ á Selfossi 2012.

Sömu einstaklingar munu skipa Landsmótsnefnd vegna Landsmóts UMFÍ á Selfossi 2013.

Eftirtaldir skipa nefndina: Þórir Haraldsson formaður, Guðríður Aadnegard formaður HSK, Hansína Kristjánsdóttir, gjaldkeri HSK, Bergur Guðmundsson, ritari HSK, Ásta Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, Helgi S. Haraldsson formaður frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss, Helga G. Guðjónsdóttir formaður UMFÍ, Sæmundur Runólfsson framkvæmdastjóri UMFÍ og Örn Guðnason ritari UMFÍ.

Eins og fyrr greinir munu sömu einstaklingar skipa nefndirnar tvær og var ákveðið að fjölga um tvo í landsmótsnefndinni. Bergur og Helgi koma þar nýir inn í nefndina og Ásta tekur sæti Ragnheiðar Hergeirsdóttur fyrrverandi bæjarstjóra.

Nefndin kom saman til fundar í síðustu viku og þar var tekin ákvörðun um að sameina nefndinar í eina og mun hún heita Framkvæmdanefnd landsmóta UMFÍ á Selfossi.

Fyrri greinNaumt tap í Grafarvoginum
Næsta greinTekur þátt í strætókostnaði hreppsbúa