Selfoss heimsækir Fram í kvöld í Pepsi-deild karla í knattspyrnu og verður leikið á þjóðarleikvanginum í Laugardal.
Athygli vallargesta er vakin á því að leiknum hefur verið flýtt til kl. 18:00 og mun hann því hefjast á sama tíma og aðrir leikir í Pepsi-deild karla í kvöld.