Frestað hjá Þórsurum vegna matareitrunar

Búið er að fresta leik Grinda­vík­ur og Þórs frá Þor­láks­höfn í fyrstu um­ferð Dom­in­os-deild­ar karla í körfuknatt­leik sem átti að fara fram í kvöld. Svæs­in matareitrun herj­ar á lið Þórs.

mbl.is greinir frá þessu og ræðir við Einar Árna Jóhannsson, þjálfara Þórs.

„Við vor­um á Spáni í síðustu viku og það kom í ljós í gær að það eru sjö leik­menn sem eru al­veg frá, 11 af 14 leik­mönn­um hafa veikst og búið að staðfesta að þetta er kampýlób­akt­er-sýk­ing,“ seg­ir Ein­ar Árni.

Ein­ar seg­ir að ein­kenn­in séu mis­mik­il, en Hall­dór Garðar Her­manns­son hef­ur til að mynda tví­veg­is verið lagður inn á sjúkra­hús og fengið þar nær­ingu í æð. Hann gæti verið nokkr­ar vik­ur að jafna sig.

„Hinir eru sem bet­ur fer flest­ir að þokast í rétta átt, en í það minnsta sjö sem hefðu ekki getað spilað í dag,“ sagði Ein­ar Árni. Hann seg­ir ein­kenn­in hafa komið fram á mis­mun­andi tíma, en Þór vann leik við KR í meist­ara­keppni KKÍ á sunnu­dag.

Í tilkynningu frá KKÍ segir að mótanefnd samþykkti beiðni Þórs um frestun á leiknum eftir að hafa fengið læknisvottorð sem staðfestir að stór hluti leikmanna Þórs eru óleikfærir vegna veikinda.

Fyrri greinBókaganga á Eyrarbakka á sunnudaginn
Næsta greinLeiðsögn með Guðrúnu í Listasafninu