Leik Hrunamanna og Hamars í 1. deild karla hefur verið frestað þar sem íþróttahúsið á Flúðum er lokað vegna COVID-19 smita sem komu upp í sveitarfélaginu.
Í tilkynningu frá körfuknattleikssambandinu segir að ekki sé ljóst á þessari stundu hvenær leikurinn fer fram, en unnið er áfram að lausn.
Vegna aðstæðna í Þorlákshöfn var leik Þórs og Vals í Domino’s deild karla frestað en hann verður leikinn í Þorlákshöfn í kvöld kl. 18:15 og verður leikið án áhorfenda.
Sveitarfélagið Ölfus hefur nú komist að samkomulagi um að sveitarfélagið kaupi alla miða á leikinn og bjóði þess í stað öllum aðdáendum liðsins að fylgjast með honum í gegnum beina útsendingu á Youtuberás Þórs Þorlákshafnar.