Leik Hauka og Hamars sem var á dagskrá í 1. deild karla í körfubolta í kvöld hefur verið frestað vegna sóttkvíar og einangrunar leikmanna Hamars.
Mótanefnd KKÍ hefur uppfært vinnureglur sínar um frestanir vegna COVID-19 og er leiknum frestað þar sem þrír af sjö mínútuhæstu leikmönnum Hamars eru í sóttkví og einangrun.
Leiknum hefur ekki verið fundinn nýr leiktími enn sem komið er.
Í dag eru 42 Hvergerðingar í einangrun og 25 í sóttkví, eftir því sem fram kemur á heimasíðu HSU.