-4.6 C
Selfoss
Þriðjudagur 21. janúar 2025
Heim Íþróttir Friðrik Ingi hættir með Þórsliðið

Friðrik Ingi hættir með Þórsliðið

Ljósmynd: Bára Dröfn/ Karfan.is

Vegna þeirrar óvissu sem nú ríkir í samfélaginu hafa körfuknattleiksdeild Þórs í Þorlákshöfn og Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari meistaraflokksliðs Þórs, ákveðið að slíta samstarfinu.

„Allt er gert í góðu samkomulagi beggja aðila,“ segir í frétt Hafnarfrétta um málið þar sem vitnað er í tilkynningu frá Þór.

Friðrik Ingi tók við liði Þórs fyrir tímabilið sem nú er lokið vegna COVID-19 faraldursins og endaði liðið í 9. sæti Dominos deildarinnar.

Þá þakkar deildin Friðriki Inga fyrir góð störf og óskar honum velfarnaðar í komandi verkefnum.

Fyrri greinIlmurinn af basiliku er bestur
Næsta greinEmblur gáfu spjaldtölvur á Ljósheima og Fossheima