FSu þarf að vinna rest – og treysta á ÍR

FSu tapaði fyrir Snæfelli á útivelli í kvöld í Domino’s-deild karla í körfubolta og þarf nú kraftaverk til þess að halda sæti sínu í deildinni.

Snæfell gerði út um leikinn í fyrri hálfleik en staðan í leikhléi var 54-35. Heimamenn juku forskotið um tuttugu stig til viðbótar í síðari hálfleik, lokatölur 113-74.

FSu á þrjá leiki eftir í deildinni, gegn Keflavík og Tindastóli heima og KR á útivelli, og þarf að ná sigri í þeim öllum ætli liðið sér að halda sæti sínu í deildinni. Það er reyndar ekki nóg, því FSu þarf einnig að treysta á að ÍR tapi síðustu þremur leikjum sínum.

Tölfræði FSu: Christopher Woods 39 stig/19 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 17 stig/9 fráköst/5 stoðsendingar, Bjarni Geir Gunnarsson 8 stig, Þórarinn Friðriksson 4 stig, Svavar Ingi Stefánsson 3 stig, Haukur Hreinsson 2 stig, Maciej Klimaszewski 1 stig.

Næsti leikur FSu er gegn Keflavík á heimavelli þann 3. mars.

Staða:
1 KR 19 16 3 1736 – 1437 32
2 Keflavík 18 13 5 1705 – 1641 26
3 Stjarnan 19 13 6 1584 – 1478 26
4 Haukar 18 11 7 1513 – 1414 22
5 Þór Þ. 18 11 7 1563 – 1423 22
6 Njarðvík 19 11 8 1609 – 1551 22
7 Tindastóll 18 10 8 1531 – 1454 20
8 Snæfell 19 8 11 1637 – 1808 16
9 Grindavík 19 8 11 1567 – 1629 16
10 ÍR 19 5 14 1544 – 1711 10
11 FSu 19 3 16 1567 – 1853 6
12 Höttur 19 3 16 1403 – 1560 6

Fyrri greinSelja gömlu löggustöðina
Næsta greinÓánægja með póstþjónustu í Skaftárhreppi