FSu hrapar niður töfluna

FSu tapaði í kvöld fyrir Hetti þegar liðin mættust í 1. deild karla í körfubolta í Iðu í kvöld, 80-100.

Gestirnir voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu í leikhléinu, 32-47. Munurinn jókst enn frekar í upphafi síðari hálfleiks en Hattarmenn náðu mest 27 stiga forystu.

Guðmundur Gunnarsson var stigahæstur hjá FSu með 24 stig, Valur Orri Valsson hitti illa en skoraði 18 stig, tók 11 fráköst og sendi 9 stoðsendingar. Sæmundur Valdimarsson skoraði 18 stig og tók 10 fráköst.

FSu er nú komið niður í 6. sæti og hefur ekki verið neðar á töflunni í vetur eftir góða byrjun. Liðið á í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni.

Fyrri greinLélegt skyggni á Heiðinni
Næsta greinÞæfingsfærð í uppsveitum