FSu í basli með Augnablik

FSu lenti í basli með Augnablik þegar liðin mættust í Kópavogi í kvöld. Lokatölur voru 78-87 eftir sveiflukenndan leik.

Augnablik hafði undirtökin framan af 1. leikhluta og komst í 17-11 en FSu kláraði leikhlutann vel og minnkaði muninn í 22-21. Annar leikhluti var í járnum en Matt Brunell skoraði síðustu fimm stig fyrri hálfleiks og kom FSu í 37-41

FSu byrjaði seinni hálfleikinn á 2-12 áhlaupi og breytti stöðunni í 39-53 og eftir góðan kafla undir lok 3. leikhluta var staðan orðin 53-70. FSu náði að halda heimamönnum frá sér í síðasta fjórðungnum þrátt fyrir mikinn flautukonsert dómaranna en fjórir leikmenn FSu fengu fimm villur í leiknum og alls fékk FSu liðið 35 villur í leiknum.

Ari Gylfason var stigahæstur hjá FSu með 26 stig. Matt Brunell skoraði 25 stig og tók 17 fráköst, Daði Berg Grétarsson skoraði 13 stig og Sigurður Orri Hafþórsson 10.

FSu er í 7. sæti 1. deildar með 12 stig.

Fyrri greinFyrsta tap Hamars í deildinni
Næsta greinEngin umferðaróhöpp tilkynnt lögreglu