FSu jafnaði Hamar að stigum

FSu vann góðan sigur á Hamri í 1. deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðin mættust í Iðu. Lokatölur urðu 93-80.

FSu hefndi þar fyrir tapið gegn Hvergerðingum í 1. umferð deildarinnar. Þrátt fyrir tapið heldur Hamar 5. sætinu en liðið er með 12 stig, jafnmörg stig og FSu og Vestri, en Ísfirðingar eiga leik til góða á bæði liðin.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en FSu leiddi með tveimur stigum í hálfleik, 45-43. FSu tók af skarið í síðari hálfleik, hóf hann á 10-2 áhlaupi, og hélt svipuðu forskoti eftir það.

FSu fékk gott framlag frá fleiri leikmönnum en Hamar í kvöld. Fremstir fóru þó Bandaríkjamennirnir, Terrence Motley með 28 stig og 16 fráköst fyrir FSu og Christopher Woods með 35 stig og 19 fráköst fyrir Hamar.

Tölfræði FSu: Terrence Motley 28 stig/16 fráköst/8 stoðsendingar/3 varin skot, Ari Gylfason 24 stig/6 fráköst, Hlynur Hreinsson 14 stig/4 fráköst/6 stoðsendingar, Svavar Stefánsson 12 stig/7 fráköst, Jón Jökull Þráinsson 6 stig, Sveinn H. Gunnarsson 5 stig, Helgi Jónsson 2 stig, Hilmir Ægir Ómarsson 2 stig.

Tölfræði Hamars: Christopher Woods 35 stig/19 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson 12 stig, Hilmar Pétursson 10 stig, Örn Sigurðarson 9 stig/5 fráköst, Smári Hrafnsson 6 stig/6 stoðsendingar, Oddur Ólafsson 5 stig, Rúnar Ingi Erlingsson 3 stig/6 fráköst/6 stoðsendingar.

Fyrri greinDaði Rafns fer til Kína
Næsta greinUnnur Brá kjörin forseti Alþingis