FSu vann sinn fyrsta sigur í 1. deild karla í körfubolta í vetur þegar liðið tók á móti Skagamönnum í Iðu. Lokatölur voru 82-69.
Selfyssingarnir voru á hælunum í 1. leikhluta og ÍA náði fjórtán stiga forskoti, 12-26. FSu kom til baka í 2. leikhluta og jafnaði leikinn fyrir hálfleik en staðan var 39-39 í leikhléinu.
Þriðji leikhlutinn var frábær hjá FSu þar sem þeir lokuðu á Skagamenn og náðu að gera út um leikinn með 24-2 leikkafla. Skagamenn skoruðu aðeins sjö stig í 3. leikhluta og staðan var orðin 63-46. Skagamenn klóruðu í bakkann í síðasta fjórðungnum en FSu liðið sigldi sigrinum nokkuð örugglega í land.
Ari Gylfason var stigahæstur hjá FSu með 25 stig og tíu fráköst, Matt Burnell skoraði 16 og Svavar Ingi Stefánsson 13.