FSu tapaði fyrir nýliðum ÍG í 1. umferð 1. deildar karla í körfubolta í kvöld, 95-91 í Grindavík.
ÍG sigraði í 2. deildinni í fyrra og mætir til leiks með öflugt lið í vetur. Þeir byrjuðu betur í leiknum og komust í 7-1 en FSu jafnaði 9-9. Staðan var 28-23 að loknum 1. leikhluta.
FSu byrjaði betur í 2. leikhluta, skoraði 11 stig gegn 5 í upphafi og breytti stöðunni í 35-38. Þá tóku heimamenn við sér og eftir að hafa skorað tíu síðustu stigin í fyrri hálfleik leiddi ÍG 57-46 í hálfleik.
Þriðji leikhlutinn var í járnum en FSu náði að klóra lítillega í bakkann og staðan var 78-69 þegar fjórði leikhluti hófst. ÍG komst í 86-72 en þá kom frábær 16-2 kafli hjá FSu liðinu sem jafnaði metin, 88-88 þegar þrjár mínútur voru eftir. Nær komust Selfyssingar ekki og ÍG stóð af sér áhlaupið á lokamínútum og sigraði að lokum 95-91.
Orri Jónsson var stigahæstur hjá FSu með 23 stig og þjálfarinn Kjartan Atli Kjartansson skoraði 22 stig og tók 10 fráköst. Besti maður FSu í leiknum var hins vegar Bjarni Bjarnason sem skoraði 21 stig, tók 11 fráköst og stal 5 boltum. Sæmundur Valdimarsson skoraði 13 stig og tók 5 fráköst,