FSu tapaði í Smáranum

Lið FSu tapaði þriðja leik sínum í 1. deild karla í vetur þegar liðið heimsótti Breiðablik í Smárann í kvöld.

Blikar voru mun sterkari í leiknum og sigruðu 76-53.

Heimamenn byrjuðu af krafti og FSu liðið skoraði aðeins 22 stig í fyrri hálfleik. Staðan í leikhléinu var 45-22. Leikurinn var jafnari í seinni hálfleik en munurinn hélst sá sami og að lokum skildu 23 stig liðin að.

Valur Orri Valsson var eini leikmaður FSu sem eitthvað kvað að. Hann skoraði 23 stig en Gumundur Gunnarsson kom næstur honum með 6 stig.

Fyrri greinÓvenjulegur fiskdauði í botnfrosnum Stangarlæk
Næsta greinYfirburðir hjá Þórsurum