FSu tapaði mikilvægum stigum í 1. deild karla í körfubolta í kvöld þegar Skagamenn komu í heimsókn í Iðu. ÍA sigraði 65-70.
Skagamenn byrjuðu betur í leiknum og leiddu 13-21 eftir 1. leikhluta en FSu lagaði stöðuna örlítið fyrir leikhlé, 27-33.
Heimamenn voru sterkari í 3. leikhluta og náðu að komast einu stigi yfir undir lok hans, 49-48. Við tók spennandi 4. leikhluti þar sem jafnræði var með liðunum en ÍA tókst að sigla fram úr á síðustu fjórum mínútunum og tryggja sér fimm stiga sigur.
FSu hefur áfram 12 stig í 6. sæti deildarinnar en ÍA er nú með 10 stig í 8. sæti.
Tölfræði FSu: Terrence Motley 25 stig/10 fráköst, Ari Gylfason 17 stig/11 fráköst, Hlynur Hreinsson 8 stig/4 fráköst, Svavar Ingi Stefánsson 6 stig/5 fráköst, Helgi Jónsson 5 stig/4 fráköst, Páll Ingason 3 stig, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 1 stig.