FSu tapaði og Höttur fór upp

FSu sótti Hött heim á Egilsstaði í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Hattarmenn sigruðu 94-86 og gulltryggðu sér þar með 1. sætið í deildinni og sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð.

FSu byrjaði betur í leiknum og leiddi 19-27 að loknum 1. leikhluta en Hattarmenn minnkuðu muninn í 42-46 fyrir leikhlé.

Heimamenn voru nánast einráðir undir lok 3. leikhluta og lögðu þar grunninn að sigrinum. Höttur tók 18-5 rispu og breytti stöðunni í 70-58. Síðasti fjórðungurinn var jafn en FSu náði einungis að klóra lauslega í bakkann.

Collin Pryor dró vagninn hjá FSu með 36 stig og 14 fráköst, Hlynur Hreinsson og Ari Gylfason skoruðu 14 stig, Erlendur Stefánsson 13, Birkir Víðisson 5 og þeir Fraser Malcom og Arnþór Tryggvason 2.

FSu er með 24 stig í 3. sætinu en Höttur hefur 32 stig í toppsætinu.

Fyrri greinÓvænt tap í Frostaskjólinu
Næsta greinViðar byrjar vel