FSu og Hrunamenn hafa ákveðið að senda sameiginlegt lið til keppni í 1.deild kvenna í körfubolta á komandi leiktíð. Jasmine Alston hefur verið ráðin spilandi þjálfari liðsins.
Fundað var með leikmönnum í síðustu viku og ákveðið að taka slaginn. Forráðamenn liðanna eru spenntir fyrir samstarfinu og komandi vetri en liðið mun æfa og leika heimaleiki sína til skiptis á Selfossi og Flúðum.
Laugdælir leika einnig í 1. deildinni svo von er á Suðurlandsslag í deildinni í vetur.