Fyrri og seinni eins og svart og hvítt

Sigurður Hrannar Þorsteinsson var nálægt því að skora eftir hornspyrnu í seinni hálfleiknum. Hér fylgjast Toma Ouchagelov og leikmenn Hattar/Hugins með boltanum fara í rammann. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægismenn misstigu sig í toppbaráttu 2. deildar karla í knattspyrnu í dag þegar þeir tóku á móti Huginn/Hetti á Þorlákshafnarvelli.

Ægir var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og varnarmaðurinn Anton Fannar Kjartansson kom þeim yfir með glæsimarki eftir hornspyrnu á 30. mínútu. Dimitrije Cokic tvöfaldaði svo forskot Ægismanna í uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan var 2-0 í leikhléi.

Vindinn herti í seinni hálfleiknum og um leið hertu gestirnir tökin á leiknum. Huginn/Hattarmenn minnkuðu muninn á 72. mínútu og Ægismenn náðu ekki að halda út því gestirnir jöfnuðu metin í uppbótartímanum og lokatölur urðu 2-2.

Sem stendur eru Ægismenn í 2. sæti deildarinnar með 8 stig eftir fjóra leiki.

Fyrri greinAlvarlegt rútuslys á Rangárvallavegi
Næsta greinSjö fluttir með þyrlum á slysadeild